Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 06:56 Þúsundir komu saman í gær til að syrgja börnin sem létust í árásinni á laugardag. Benjamin Netanyahu og fleiri ráðamenn heita hefndum. AP/Leo Correa Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira