„Frábærir frá upphafi til enda“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 20:15 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hafði betur á móti ÍA á Skaganum í dag. Vísir/Pawel Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. „Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira