Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2024 20:04 Skeifan er glæsileg og sómir sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það tók Ísleif ekki nema um sjö mánuði að smíða hana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira