Yndislestur og fyrirmyndir Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 28. júlí 2024 15:30 Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun