Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2024 20:05 Herjólfur að koma inn I Landeyjahöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira