Ryan Sessegnon aftur heim í Fulham Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 22:01 Ryan Sessegnon í leik með Fulham fyrir margt löngu vísir/getty Örvfætti miðjumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á frjálsri sölu en Sessegnon var á sínum tími seldur til Tottenham á 25 milljónir punda. Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira