ÉG ÞORI! Inga Sæland skrifar 27. júlí 2024 07:00 Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Húsnæðismál Flokkur fólksins Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun