Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 14:37 Ljósir flekkir í Cheyava-fossa steininum frá Mars eru lífræn efnasambönd en óvíst er hvort að uppruni þeirra er líffræðilegur eða ekki. NASA/JPL-Caltech/MSSS Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00