Uppgjör: Vestri - FH 0-2 | FH-ingar sóttu stigin þrjú á Ísafjörð og komust upp að hlið Vals Hjörvar Ólafsson skrifar 28. júlí 2024 17:56 FH-ingar. Vísir/Diego FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH-ingar mættu aftur á móti sprækari til leiks í seinni hálfleik en gestirnir voru mun meira með boltann án þess þó að ná að brjóta Vestraliðið á bak aftur. Leikar fóru svo að æsast og leikurinn opnaðist töluvert upp úr miðjum seinni hálfleik en Sigurður Bjartur Hallsson var þá nálægt því að koma FH og Ibrahima Balde, vængmaður Vestraliðsins, skaut skömmu síðar í þverslána á marki gestanna úr Hafnarfirðinum. Það var síðan Ólafur Guðmundsson sem braut ísinn þegar hann kom FH yfir á 82. mínútu leiksins. Böðvar Böðvarsson átti þá fasta og hnitmiðaða hornspyrnu sem Ólafur sneiddi boltann laglega í fjærhornið. Ólafur Guðmundsson kom FH á bragðið í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Vuk Oskar Dimitrijevic innsiglaði svo sterkan sigur FH-liðsins en hann kom inná sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir og skoraði seint í uppbótartíma leiksins. Vestramenn endurheimtu danska varnarmanninn Gustav Kjeldsen í þessum leik en hann hefur verið fjarri góðu gamni síðustu mánuðina þar sem hann var með slitna hásin. Vestri hefur náð í tvö stig í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni en liðið gerði jafntefli við Breiðablik og HK. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Stjörnunni í byrjun júnímánuðar. Vestri situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig og er tveimur stigum frá HK og KR sem eru í næstu sætum fyrir ofan fallsvæðið. FH er hins vegar taplaust frá ósigri liðsins gegn Stjörnunni um miðjan júní. FH hefur lagt að velli HK, Breiðablik, Fylki og nú Vestra í síðustu sex deildarlleikjum sínum og gert jafntefli við KA og ÍA. FH-ingar komust upp að hlið Vals í þriðja til fjórða sæti með þessum sigri en Hlíðarendapiltar eru sæti ofar þar sem þeir eru með 13 mörkum betri markatölu. Þá á Valur einnig tvo leiki til góða en Valsmenn mæta Fram klukkan 19.15 í kvöld. Úlfur Ágúst Björnsson var að spila sinn síðasta leik með FH-liðinu í sumar en hann er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám. FH-ingar hafa verið orðaðir við færeyska landsliðsframherjann Patrik Johannesen sem á ekki fast sæti í byrjunarliði Breiðabliks í sumar og gæti af þeim sökum verið að hugsa sér til hreyfings. Atvik leiksins Það var fátt um fína drætti í þessum leik fyrir utan mörkin tvö sem FH skoraði og sláarskotið hjá Ibrahima Balde. Því er lítið annað sem hægt er að taka út fyrir sviga úr þessum leik. Stjörnur og skúrkar Benedikt V. Warén var mikið í boltanum á vinstri vængnum hjá Vestramönnum en hann skapaði nokkrum sínnum usla í vörn FH með hlaupum sínum. Fatai Adebowale Gbadamosi og Tarik Ibrahimagic áttu góðan leik inni á miðjunni hjá Vestra og Ibrahima Balde var öflugur á hægri kantinum. Ólafur Guðmundsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH og skoraði sigurmark liðsins. Það sama á við um Böðvar Böðvarsson í vinstri bakverðinum í FH-vörninni en hann lagði upp mark Ólafs úr hornspyrnu. Björn Daníel Sverrisson var flottur inni á miðsvæðinu hjá FH-liðinu sem og kollegi hans þar Logi Hrafn Róbertsson. Kjartan Kári Halldórsson var sprækur á vinstri kantinum. Sindri Kristinn Ólafsson hafði lítið að gera í markinu hjá FH en varði frábærlega þegar Ibra Balde var nálægt því að ná forystunni fyrir Vestra. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson flautaði lítið eins og hann er vanur og reyndi sitt besta til þess að láta þennan leik flæða án þess að hann væri í aðalhlutverki. Lítið upp á hann og hans aðstoðarmenn að klaga en það reyndi svo sem lítið á þá og því fá þeir sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Vestramenn gerðu hvað þeir gátu til þess að hrópa stig í hús en varð ekki árangur sem erfiði að þessu sinni. Flottar aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir vestan í dag. Vestri FH Besta deild karla
FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH-ingar mættu aftur á móti sprækari til leiks í seinni hálfleik en gestirnir voru mun meira með boltann án þess þó að ná að brjóta Vestraliðið á bak aftur. Leikar fóru svo að æsast og leikurinn opnaðist töluvert upp úr miðjum seinni hálfleik en Sigurður Bjartur Hallsson var þá nálægt því að koma FH og Ibrahima Balde, vængmaður Vestraliðsins, skaut skömmu síðar í þverslána á marki gestanna úr Hafnarfirðinum. Það var síðan Ólafur Guðmundsson sem braut ísinn þegar hann kom FH yfir á 82. mínútu leiksins. Böðvar Böðvarsson átti þá fasta og hnitmiðaða hornspyrnu sem Ólafur sneiddi boltann laglega í fjærhornið. Ólafur Guðmundsson kom FH á bragðið í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Vuk Oskar Dimitrijevic innsiglaði svo sterkan sigur FH-liðsins en hann kom inná sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir og skoraði seint í uppbótartíma leiksins. Vestramenn endurheimtu danska varnarmanninn Gustav Kjeldsen í þessum leik en hann hefur verið fjarri góðu gamni síðustu mánuðina þar sem hann var með slitna hásin. Vestri hefur náð í tvö stig í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni en liðið gerði jafntefli við Breiðablik og HK. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Stjörnunni í byrjun júnímánuðar. Vestri situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig og er tveimur stigum frá HK og KR sem eru í næstu sætum fyrir ofan fallsvæðið. FH er hins vegar taplaust frá ósigri liðsins gegn Stjörnunni um miðjan júní. FH hefur lagt að velli HK, Breiðablik, Fylki og nú Vestra í síðustu sex deildarlleikjum sínum og gert jafntefli við KA og ÍA. FH-ingar komust upp að hlið Vals í þriðja til fjórða sæti með þessum sigri en Hlíðarendapiltar eru sæti ofar þar sem þeir eru með 13 mörkum betri markatölu. Þá á Valur einnig tvo leiki til góða en Valsmenn mæta Fram klukkan 19.15 í kvöld. Úlfur Ágúst Björnsson var að spila sinn síðasta leik með FH-liðinu í sumar en hann er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám. FH-ingar hafa verið orðaðir við færeyska landsliðsframherjann Patrik Johannesen sem á ekki fast sæti í byrjunarliði Breiðabliks í sumar og gæti af þeim sökum verið að hugsa sér til hreyfings. Atvik leiksins Það var fátt um fína drætti í þessum leik fyrir utan mörkin tvö sem FH skoraði og sláarskotið hjá Ibrahima Balde. Því er lítið annað sem hægt er að taka út fyrir sviga úr þessum leik. Stjörnur og skúrkar Benedikt V. Warén var mikið í boltanum á vinstri vængnum hjá Vestramönnum en hann skapaði nokkrum sínnum usla í vörn FH með hlaupum sínum. Fatai Adebowale Gbadamosi og Tarik Ibrahimagic áttu góðan leik inni á miðjunni hjá Vestra og Ibrahima Balde var öflugur á hægri kantinum. Ólafur Guðmundsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH og skoraði sigurmark liðsins. Það sama á við um Böðvar Böðvarsson í vinstri bakverðinum í FH-vörninni en hann lagði upp mark Ólafs úr hornspyrnu. Björn Daníel Sverrisson var flottur inni á miðsvæðinu hjá FH-liðinu sem og kollegi hans þar Logi Hrafn Róbertsson. Kjartan Kári Halldórsson var sprækur á vinstri kantinum. Sindri Kristinn Ólafsson hafði lítið að gera í markinu hjá FH en varði frábærlega þegar Ibra Balde var nálægt því að ná forystunni fyrir Vestra. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson flautaði lítið eins og hann er vanur og reyndi sitt besta til þess að láta þennan leik flæða án þess að hann væri í aðalhlutverki. Lítið upp á hann og hans aðstoðarmenn að klaga en það reyndi svo sem lítið á þá og því fá þeir sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Vestramenn gerðu hvað þeir gátu til þess að hrópa stig í hús en varð ekki árangur sem erfiði að þessu sinni. Flottar aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir vestan í dag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti