Endurgerði mynd af sér og Gumma Torfa 34 árum síðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 14:00 Gary McIntyre og Guðmundur Torfason, 1990 og 2024. Þrátt fyrir að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því Guðmundur Torfason yfirgaf St Mirren er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Það mátti glöggt hjá þegar hann mætti á leik skoska liðsins gegn Val í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi. Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi.
Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
„Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti