Arnar Kormákur Friðriksson verjandi hennar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Dómur var kveðinn upp í gær en vegna sumarlokunar hérðasdóms var dómsuppkvaðningin sent rafrænt á málsaðila.
Dagbjört var ákærð fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september 2023. Hún var sökuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana með því að hafa beitt hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans. Vísir hefur fylgst vel með málinu og fjallað um það ítarlega.
Samkvæmt umfjöllun mbl.is var Dagbjört sýknuð um ákæru um manndráp en dæmd fyrir brot á annarri málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga um að hafa endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð sambúðaraðila.
Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef héraðsdómstóla.