Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 09:22 Kylfingar sem ætluðu að æfa sig í að pútta á Hlíðavelli í morgun settu ef til vill upp skeifu þegar þeir sáu ástandið á æfingaflötinni. Hófför liggja þar þvers og kruss eftir hrossin sem spókuðu sig á vellinum í gærkvöldi. Ágúst Jensson Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt. Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt.
Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira