Guðrún Jóhanna nýr skólastjóri Söngskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 11:12 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er nýr skólastjóri Söngskólans. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefur verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðari Gunnarssyni óperusöngvara, kennara og stjórnarformanni Söngskólans í Reykjavík. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá Lauru Sarti í við hinn þekkta Guildhall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistaragráðu í söng og tveggja ára óperudeild skólans. Guðrún Jóhanna hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Afríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Guðrún hefur verið gjaldkeri og ritari Félags íslenskra tónlistarmanna og hún er núverandi formaður Félags íslenskra söngkennara. Hún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri og tónleikaraðarinnar Syngjandi í Salnum. Guðrún er, ásamt Francisco Javier Jáuregui, stofnandi og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefur verið haldin árlega síðan árið 2017 og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins. Guðrún Jóhanna tekur við starfinu af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Ólöf gegndi stöðu Deildarstjóra söngdeildar áður en hún tók við skólastjórastöðunni árið 2022. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Í Söngskólanum í Reykjavík er aðalnámsgrein söngur/raddbeiting. Því námi fylgja ýmis kjarnafög svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og píanó. „Kennarar skólans er hópur söngvara, píanóleikara og annara tónlistarmanna með langt nám og jafnvel mikla reynslu að baki og hafa þeir af miklu að miðla,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðari Gunnarssyni óperusöngvara, kennara og stjórnarformanni Söngskólans í Reykjavík. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá Lauru Sarti í við hinn þekkta Guildhall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistaragráðu í söng og tveggja ára óperudeild skólans. Guðrún Jóhanna hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Afríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Guðrún hefur verið gjaldkeri og ritari Félags íslenskra tónlistarmanna og hún er núverandi formaður Félags íslenskra söngkennara. Hún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri og tónleikaraðarinnar Syngjandi í Salnum. Guðrún er, ásamt Francisco Javier Jáuregui, stofnandi og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefur verið haldin árlega síðan árið 2017 og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins. Guðrún Jóhanna tekur við starfinu af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Ólöf gegndi stöðu Deildarstjóra söngdeildar áður en hún tók við skólastjórastöðunni árið 2022. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Í Söngskólanum í Reykjavík er aðalnámsgrein söngur/raddbeiting. Því námi fylgja ýmis kjarnafög svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og píanó. „Kennarar skólans er hópur söngvara, píanóleikara og annara tónlistarmanna með langt nám og jafnvel mikla reynslu að baki og hafa þeir af miklu að miðla,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00