„Það verða engin vandræði“ þegar Enzo mætir aftur til Chelsea Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Enzo Fernández söng niðrandi lag um liðsfélaga sína eftir Copa América sigur Argentínu. Robin Jones/Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, reiknar ekki með því að það verði nokkur vandræði þegar Enzo Fernández snýr aftur til æfinga hjá liðinu meðan verið að rannsaka rasísk ummæli hans. Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið. Enski boltinn Copa América Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira
Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið.
Enski boltinn Copa América Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira