Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2024 07:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, (til vinstri) og Aleksander Ceferin, forseti UEFA (til hægri). Vísir/EPA Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan. Fótbolti FIFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan.
Fótbolti FIFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira