Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 16:43 Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna mögulegs eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Auknar líkur eru taldar á að gossprunga opnist innan Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira