Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 16:43 Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna mögulegs eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Auknar líkur eru taldar á að gossprunga opnist innan Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent