„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 08:01 Glódís Perla fagnar sigrinum á Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg. Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira