Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 14:23 DagurKári kunni vel við bílinn í byrjun en smátt og smátt fór hinn franski bíll að sýna af sér hroka og gróf undan sjálfsvirðingu ökumannsins. vísir/vilhelm Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. „Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl. Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
„Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl.
Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira