KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 18:11 KFC rekur átta veitingastaði á Íslandi. vísir/vilhelm Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess. Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess.
Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira