Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 17:04 Stjórn samtakanna segir ásakanir Helga Magnúsar ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Samsett Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“ Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“
Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira