Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 13:48 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. „Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira