Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 13:51 Fjarskiptastofa brýnir fyrir þeim sem reka mikilvæga innviði að tilkynna öll atvik sem tengjast tölvuvandræðum dagsins. Vísir/Vilhelm Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds. Tækni Netöryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds.
Tækni Netöryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira