Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 11:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06