Sýndu Adam áhuga í eitt ár: „Stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 11:31 Adam Ægir Pálsson lék alls 45 deildar- og bikarleiki með Val og skoraði ellefu mörk vísir/diego Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia. Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu. Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu.
Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira