97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2024 20:25 Páll Magnús Guðjónsson (Palli í Mörk), 97 ára Eyjamaður og Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum, sem eru bæði að gera flotta og skemmtilega hluti á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert. Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent