Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:03 Dómurinn sem verður tekinn upp að nýju var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023. Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023.
Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira