Í gegnum tíðina hefur Saga verið þekkt fyrir tískuljósmyndir sínar en undanfarin ár hefur hún einnig vakið athygli fyrir málverk sín.
Saga eignaðist sitt fyrsta barn með sambýlismanni sínum, Vilhelmi Antoni Jónssyni listamanni, fyrir um einu og hálfu ári síðan. Hún segir ákveðna áskorun felast í því að finna taktinn á ný sem listakona samhliða móðurhlutverkinu.
„Það hefur verið smá áskorun að hafa tíma og finna röddina mína aftur sem listakona eftir að hafa eignast barn en ég ákvað að mála eitthvað sem ég hef verðið að gera síðan ég var 3-4 ára, mála blóm til þess að koma mér aftur af stað,” segir Saga í samtali við Vísi.
Ljósmyndarinn Eygló Gísladóttir mætti á sýninguna og myndaði stemninguna.



















