„Hefði viljað sjá menn aðeins þroskaðri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júlí 2024 14:31 Halldór Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika á blaðamannafundi fyrir leikinn. vísir/sigurjón „Sóknarlega þorðum við að halda í boltann, þorðum að spila á milli línanna og fara í svæðin sem þeir skildu eftir sig,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um góða byrjun liðsins í fyrri leiknum gegn Tikvesh frá Makedóníu. Blikar komust í 2-0 en misstu leikinn niður í 3-2 tap. „Þeir stíga hátt upp í sinni pressu og við gerðum vel að refsa þeim fyrir það. Án bolta vorum við öflugir í pressunni og þvinguðum þá í langar sendingar og voru ekki í vandræðum með að eiga við það. Það er aldrei neitt fullkomið en fyrri hálfleikurinn okkar var eins nálægt því og hægt er.“ Hann segir að andstæðingarnir hafi gert þrjár breytingar í hálfleik ytra. „Þeir setja inn tvo leikmenn sem voru nýkomnir til liðsins og ég held að þeir hafi ekki sjálfir vitað hvað þeir myndu fá frá þeim. Þeir taka mikla áhættu. Fyrsta markið þeirra kemur upp úr engu og þá hefði viljað sjá menn aðeins þroskaðri og átta sig á því að 2-1 úti eru ekki slæm úrslit. Í stað þess að ætla strax að svara fyrir þetta og skora fleiri mörk og opna leikinn.“ Halldór segir samt sem áður að eins marks tap í fyrri leiknum sé enginn dauðadómur. „Það var margt í okkar frammistöðu sem var gott. Við þurfum að einhverju leyti að vera þolinmóðir. Þeir munu koma til með að verja forskot sitt. Við verðum að passa það að ætla ekki að sigra heiminn á fyrstu mínútunum. Og spila að einhverju leyti agaðan en góðan leik.“ Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna í kvöld. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 19:15 og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: „Hefði viljað sjá menn aðeins þroskaðri“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
„Þeir stíga hátt upp í sinni pressu og við gerðum vel að refsa þeim fyrir það. Án bolta vorum við öflugir í pressunni og þvinguðum þá í langar sendingar og voru ekki í vandræðum með að eiga við það. Það er aldrei neitt fullkomið en fyrri hálfleikurinn okkar var eins nálægt því og hægt er.“ Hann segir að andstæðingarnir hafi gert þrjár breytingar í hálfleik ytra. „Þeir setja inn tvo leikmenn sem voru nýkomnir til liðsins og ég held að þeir hafi ekki sjálfir vitað hvað þeir myndu fá frá þeim. Þeir taka mikla áhættu. Fyrsta markið þeirra kemur upp úr engu og þá hefði viljað sjá menn aðeins þroskaðri og átta sig á því að 2-1 úti eru ekki slæm úrslit. Í stað þess að ætla strax að svara fyrir þetta og skora fleiri mörk og opna leikinn.“ Halldór segir samt sem áður að eins marks tap í fyrri leiknum sé enginn dauðadómur. „Það var margt í okkar frammistöðu sem var gott. Við þurfum að einhverju leyti að vera þolinmóðir. Þeir munu koma til með að verja forskot sitt. Við verðum að passa það að ætla ekki að sigra heiminn á fyrstu mínútunum. Og spila að einhverju leyti agaðan en góðan leik.“ Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna í kvöld. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 19:15 og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: „Hefði viljað sjá menn aðeins þroskaðri“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira