Samfélagið þurfi á börnum að halda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:31 Sunna Símonardóttir aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum. Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum.
Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira