„Eru ekki allir pínu einhverfir í dag?“ Andrea Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2024 16:31 Já þú verður kannski þreyttur eftir að hafa verið í margmenni í 1-2 klst. En svo ferðu sáttur að sofa eftir daginn og ert góður á morgun... Ég fæ andlega köfnunartilfinningu í margmenni... jú ég get skemmt mér þrátt fyrir það, en ég mun þurfa að taka a.m.k. allan morgundaginn til að jafna mig, losna við suðið í eyrunum (eða lækka tíðnina í því þar til hún er „bærileg“), minnka höfuðverkinn, vinna úr hverju einasta smáatriði sem gerðist, gerðist næstum því og gerðist ekki. Ég höndla ekki að setjast á kaffihús daginn eftir því höfuðið á mér færi yfirum eftir 1-2 mínútur (5-10 mín á venjulegum degi)... en það er ekki þar með sagt að ég segi nei við þig ef þú býður mér, því mér þykir vænt um þig og ég veit hvað þú elskar að fara á kaffihús, þannig að ég kyngi mínum óþægindum svo að þér líði betur... og bæti þar með við rúmum sólahring sem ég þarf til að jafna mig... Ímyndaðu þér að þú sért að eiga í samtali við manneskju sem situr á móti þér við borð, en sitthvoru megin við þig sitja manneskjur þétt upp við þig og öskra á hvort annað alveg uppvið sitthvort eyrað þitt, en það er argasti dónaskapur að gera neitt annað í því en að ignora öskrið og einbeita sér að samtalinu við manneskjuna á móti þér á meðan þið eruð bæði að taka ykkur góðan tíma í að klára kaffið og kleinuna... Þarft þú randomly að loka þig af, nánast eins og uppúr þurru af því þú ert með einhverja yfirþyrmandi tilfinningu sem þú bara getur ekki gert þér grein fyrir, en þú veist að það er ekki gott fyrir þig né aðra að vera í kringum fólk? Það gerist a.m.k. einu sinni á dag hjá mér... Þegar ég á erfitt með hlutina, þá er ég aumingi, letingi, barnaleg, vitleysingur, fáviti, þrjóskupúki, illa innrætt, sjálfselsk og allskonar fleiri neikvæð orð... en guð forði mér frá einhverfustimplinum... það meikar miklu meira sens fyrir fólki að ég sé annaðhvort aumingi eða einhver evil mastermind frekar en að ég sé einhverf... Ég hef nú ekki þurft mikla aðstoð hingað til... JÚ!!! Allt mitt líf hef ég þurft á auka-aðstoð að halda! En í staðinn fæ ég öll ljótu orðin á mig sem stimpil og fæ þ.a.l. oft töluvert minni aðstoð en almennt gengur og gerist hjá fólki... Ég er ekki hálf-heimilislaus, á kúpunni að díla við lamandi kvíða og þunglyndi sem eru mér svo eðlilegar tilfinningar eftir 35 ára gaslýsingar af því ég fékk jafnmikinn stuðning og allir aðrir... Nei, ég fékk skammirnar og áhyggjusvipinn... „Þú verður að passa þig að vera ekki svona hreinskilin!“ ... á ég þá frekar að ljúga alltaf? Ég hef nóg annað að hugsa um heldur en að hugsa upp einhverja lygi sem ég þarf svo að spinna í kringum... „Hættu að taka öllu svona bókstaflega!“ ... Segðu bara það sem þú meinar og vertu skýr, það minnkar misskilning! „Þú sagðir mér að þú ætlaðir ekki að gera þetta!“ .... þú spurðir mig ekki hvort ég „ætli“ að gera þetta, þú spurðir mig hvort ég væri einhverntíman að fara að „nenna“ því því og nei ég nenni því því aldrei, en það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að gera það... oft þarf maður að gera hluti sem maður nennir ekki... en núna ert þú í fýlu út í mig af því þú spurðir ekki réttu spurningarinnar og það er á allan hátt mér að kenna... ég átti að vita betur... Þó ég sé einhverf, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér... samfélagið er bara ekki tilbúið að taka mér eins og ég er... Þegar þú sérð „vöntun“ í mér eða öðru einhverfu fólki, þá sjáum við „vöntun“ á öðrum stöðum hjá „venjulegu“ fólki, eins og t.d. að þurfa skólastofnun til að segja þér að leita á netinu að upplýsingum um efnið sem þú hefur áhuga á og læra síðan minna á 1 ári heldur en við gerum á 1 mánuði af því að 1. þú ert að gera þetta fyrir skólann á meðan við erum að gera þetta fyrir okkur sjálf 2. Þér tekst ekki að ná hyperfókus og drekkja þér í efninu í marga klukkutíma í senn, gleymandi að borða, frestandi klósettferðum eins og lífið liggi við og fá svo þungan og djúpan pirring sem skín í augunum ef einhver skildi óvart voga sér að trufla þig á meðan þú ert að skoða stjórnaskipulag í Buthan, eða um 4 ára valdatíð Caligula eða hvernig eldsneyti nýtist best í geimflaugum og af hverju... eða eitthvað álíka... Það er hægt að tala fyrir því að það sé margt annað sem lært er á um.þ.b. 9 mánaða skólaári heldur en þetta eina fag... en við höfum þá 8 mánuði til að læra það í rólegheitum... ef við gætum einhverntíman lært „rólega“ þ.e.a.s.- það er yfirleitt all in eða alls ekki... If you want research done well.. trust an autistic person with a special interest to do it for you... they'll be thrilled and you won't be disappointed! Höfundur er áhugaskrifari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Já þú verður kannski þreyttur eftir að hafa verið í margmenni í 1-2 klst. En svo ferðu sáttur að sofa eftir daginn og ert góður á morgun... Ég fæ andlega köfnunartilfinningu í margmenni... jú ég get skemmt mér þrátt fyrir það, en ég mun þurfa að taka a.m.k. allan morgundaginn til að jafna mig, losna við suðið í eyrunum (eða lækka tíðnina í því þar til hún er „bærileg“), minnka höfuðverkinn, vinna úr hverju einasta smáatriði sem gerðist, gerðist næstum því og gerðist ekki. Ég höndla ekki að setjast á kaffihús daginn eftir því höfuðið á mér færi yfirum eftir 1-2 mínútur (5-10 mín á venjulegum degi)... en það er ekki þar með sagt að ég segi nei við þig ef þú býður mér, því mér þykir vænt um þig og ég veit hvað þú elskar að fara á kaffihús, þannig að ég kyngi mínum óþægindum svo að þér líði betur... og bæti þar með við rúmum sólahring sem ég þarf til að jafna mig... Ímyndaðu þér að þú sért að eiga í samtali við manneskju sem situr á móti þér við borð, en sitthvoru megin við þig sitja manneskjur þétt upp við þig og öskra á hvort annað alveg uppvið sitthvort eyrað þitt, en það er argasti dónaskapur að gera neitt annað í því en að ignora öskrið og einbeita sér að samtalinu við manneskjuna á móti þér á meðan þið eruð bæði að taka ykkur góðan tíma í að klára kaffið og kleinuna... Þarft þú randomly að loka þig af, nánast eins og uppúr þurru af því þú ert með einhverja yfirþyrmandi tilfinningu sem þú bara getur ekki gert þér grein fyrir, en þú veist að það er ekki gott fyrir þig né aðra að vera í kringum fólk? Það gerist a.m.k. einu sinni á dag hjá mér... Þegar ég á erfitt með hlutina, þá er ég aumingi, letingi, barnaleg, vitleysingur, fáviti, þrjóskupúki, illa innrætt, sjálfselsk og allskonar fleiri neikvæð orð... en guð forði mér frá einhverfustimplinum... það meikar miklu meira sens fyrir fólki að ég sé annaðhvort aumingi eða einhver evil mastermind frekar en að ég sé einhverf... Ég hef nú ekki þurft mikla aðstoð hingað til... JÚ!!! Allt mitt líf hef ég þurft á auka-aðstoð að halda! En í staðinn fæ ég öll ljótu orðin á mig sem stimpil og fæ þ.a.l. oft töluvert minni aðstoð en almennt gengur og gerist hjá fólki... Ég er ekki hálf-heimilislaus, á kúpunni að díla við lamandi kvíða og þunglyndi sem eru mér svo eðlilegar tilfinningar eftir 35 ára gaslýsingar af því ég fékk jafnmikinn stuðning og allir aðrir... Nei, ég fékk skammirnar og áhyggjusvipinn... „Þú verður að passa þig að vera ekki svona hreinskilin!“ ... á ég þá frekar að ljúga alltaf? Ég hef nóg annað að hugsa um heldur en að hugsa upp einhverja lygi sem ég þarf svo að spinna í kringum... „Hættu að taka öllu svona bókstaflega!“ ... Segðu bara það sem þú meinar og vertu skýr, það minnkar misskilning! „Þú sagðir mér að þú ætlaðir ekki að gera þetta!“ .... þú spurðir mig ekki hvort ég „ætli“ að gera þetta, þú spurðir mig hvort ég væri einhverntíman að fara að „nenna“ því því og nei ég nenni því því aldrei, en það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að gera það... oft þarf maður að gera hluti sem maður nennir ekki... en núna ert þú í fýlu út í mig af því þú spurðir ekki réttu spurningarinnar og það er á allan hátt mér að kenna... ég átti að vita betur... Þó ég sé einhverf, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér... samfélagið er bara ekki tilbúið að taka mér eins og ég er... Þegar þú sérð „vöntun“ í mér eða öðru einhverfu fólki, þá sjáum við „vöntun“ á öðrum stöðum hjá „venjulegu“ fólki, eins og t.d. að þurfa skólastofnun til að segja þér að leita á netinu að upplýsingum um efnið sem þú hefur áhuga á og læra síðan minna á 1 ári heldur en við gerum á 1 mánuði af því að 1. þú ert að gera þetta fyrir skólann á meðan við erum að gera þetta fyrir okkur sjálf 2. Þér tekst ekki að ná hyperfókus og drekkja þér í efninu í marga klukkutíma í senn, gleymandi að borða, frestandi klósettferðum eins og lífið liggi við og fá svo þungan og djúpan pirring sem skín í augunum ef einhver skildi óvart voga sér að trufla þig á meðan þú ert að skoða stjórnaskipulag í Buthan, eða um 4 ára valdatíð Caligula eða hvernig eldsneyti nýtist best í geimflaugum og af hverju... eða eitthvað álíka... Það er hægt að tala fyrir því að það sé margt annað sem lært er á um.þ.b. 9 mánaða skólaári heldur en þetta eina fag... en við höfum þá 8 mánuði til að læra það í rólegheitum... ef við gætum einhverntíman lært „rólega“ þ.e.a.s.- það er yfirleitt all in eða alls ekki... If you want research done well.. trust an autistic person with a special interest to do it for you... they'll be thrilled and you won't be disappointed! Höfundur er áhugaskrifari.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun