Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 21:45 Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, og Kylian Mbappe eru væntanlega ekki sáttir með söngva Enzo Fernandez og félaga eftir úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Vísir/Getty Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik. Copa América Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik.
Copa América Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira