Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram í ágúst Atli Már Guðfinsson skrifar 16. júlí 2024 16:43 Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram helgina 9. til 11. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net Rafíþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport
Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net
Rafíþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport