Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram í ágúst Atli Már Guðfinsson skrifar 16. júlí 2024 16:43 Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram helgina 9. til 11. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net Rafíþróttir Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti
Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net
Rafíþróttir Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti