„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 09:28 Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. vísir/sigurjón „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. „Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
„Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira