Howe, Gerrard og Lampard líklegir til að taka við enska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2024 11:01 Eddie Howe, Steven Gerrard og Frank Lampard eru allir á lista enska knattspyrnusambandsins yfir mögulega arftaka Gareth Southgate. Samsett/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, er sagður vera einn af líklegustu valkostunum til að taka við enska karlalandsliðinu. Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira