Mögnuð endurkoma tryggði íslensku strákunum stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 14:07 Íslensku strákarnir nældu í sterkt stig í dag. HSÍ Íslenska drengjalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, nældi í sterkt stig er liðið mætti Portúgal í milliriðli EM í dag. Íslenska liðið var mest sex mörkum undir í seinni hálfleik. Evrópumótið fer fram í Slóveníu og íslensku strákarnir berjast um sæti í undanúrslitum. Efstu tvö lið milliriðilsins fara í undanúrslit, en liðin sem hafna í 3. og 4. sæti keppa riðilsins um 5.-8. sæti mótsins. Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og munurinn varð aldrei meiri en þrjú mörk fyrir hlé. Portúgalska liðið hafi yfirhöndina á upphafsmínútum leiksins, en íslensku strákarnir náðu forystunni þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Portúgalir reyndust hins vegar sterkari á lokametrum hálfleiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-15. Í síðari hálfleik tók portúgalska liðið öll völd fyrstu mínúturnar og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 24-18. Íslensku strákarnir gáfust þó ekki upp og söxuðu hægt og bítandi á forskot portúgalska liðsins. Þegar tæp hálf mínúta var eftir var munurinn kominn niður í eitt mark og íslenska liðið vann boltann. Skarphéðinn Ívar Einarsson jafnaði metin fyrir Ísland í 33-33 þegar innan við tíu sekúndur voru eftir, en portúgalska liðið komst í sókn og fiskaði vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Ísak Steinsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið og niðurstaðan því jafntefli, 33-33. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Austurríki í fyrramálið, en Ísland situr í 3. sæti riðilsins með eitt stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals og einu stigi á eftir Spánverjum sem eiga leik til góða. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira
Evrópumótið fer fram í Slóveníu og íslensku strákarnir berjast um sæti í undanúrslitum. Efstu tvö lið milliriðilsins fara í undanúrslit, en liðin sem hafna í 3. og 4. sæti keppa riðilsins um 5.-8. sæti mótsins. Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og munurinn varð aldrei meiri en þrjú mörk fyrir hlé. Portúgalska liðið hafi yfirhöndina á upphafsmínútum leiksins, en íslensku strákarnir náðu forystunni þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Portúgalir reyndust hins vegar sterkari á lokametrum hálfleiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-15. Í síðari hálfleik tók portúgalska liðið öll völd fyrstu mínúturnar og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 24-18. Íslensku strákarnir gáfust þó ekki upp og söxuðu hægt og bítandi á forskot portúgalska liðsins. Þegar tæp hálf mínúta var eftir var munurinn kominn niður í eitt mark og íslenska liðið vann boltann. Skarphéðinn Ívar Einarsson jafnaði metin fyrir Ísland í 33-33 þegar innan við tíu sekúndur voru eftir, en portúgalska liðið komst í sókn og fiskaði vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Ísak Steinsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið og niðurstaðan því jafntefli, 33-33. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Austurríki í fyrramálið, en Ísland situr í 3. sæti riðilsins með eitt stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals og einu stigi á eftir Spánverjum sem eiga leik til góða.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira