„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 22:30 Harry Kane var tekinn snemma af velli í úrslitaleiknum í kvöld. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. „Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17
Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15