„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 12:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa. Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa.
Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira