„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 12:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa. Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa.
Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira