Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins.
„Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina.
Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala.
Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj
— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024
Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta.
Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022.
Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi.
Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins.
Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966.
„Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá.
Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði.
"It's coming home..." ❌
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63