Heimur á heljarþröm 12. júlí 2024 16:01 Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar