Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Sven-Göran Eriksson ræðir við Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins. getty/Michael Steele Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira