Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 11:52 Nemo bar sigur úr býtum í ár með laginu The Code. epa/Andreas Hillergren Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. Sviss sigraði Eurovision í ár með laginu The Code og borgaryfirvöld í Zurich, Genf, Basel og Bern hafa þegar lýst yfir áhuga á að hýsa keppnina. Leiðtogar EDU segja tónlistarhátíðina hins vegar ekkert annað en áróður, þar sem satanisma sé haldið á lofti. Mögulega er þarna verið að vísa óbeint til atriðis Írlands á þessu ári, þar sem djöful-líkur dansari fór mikinn og fimmstirning brá fyrir. „Ríki sem velur að hýsa ógeðslegt rusl af því tagi mun ekki hefja ímynd sína til vegs og virðingar heldur sýna fram á eigin vitsmunalegu hningnum,“ segir í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum EDU í vikunni. EDU á aðeins einn þingmann á sambandsþinginu en hugmyndir þeirra um íbúakosningar til höfuðs Eurovion njóta stuðnings Fólksflokksins í sumum kantónum og Sambands svissneskra skattgreiðenda. Ungliðahreyfing Fólksflokksins hefur gagnrýnt upphafningu „þriðja kynsins“ og gyðingaandúð í tengslum við keppnina en þess ber að geta að Nemo, listamaðurinn sem flutti sigurlag Sviss, var fyrsti kynsegin einstaklingurinn til að vinna Eurovision. Vali milli borganna verður lokið fyrir ágústlok. Sviss Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Sviss sigraði Eurovision í ár með laginu The Code og borgaryfirvöld í Zurich, Genf, Basel og Bern hafa þegar lýst yfir áhuga á að hýsa keppnina. Leiðtogar EDU segja tónlistarhátíðina hins vegar ekkert annað en áróður, þar sem satanisma sé haldið á lofti. Mögulega er þarna verið að vísa óbeint til atriðis Írlands á þessu ári, þar sem djöful-líkur dansari fór mikinn og fimmstirning brá fyrir. „Ríki sem velur að hýsa ógeðslegt rusl af því tagi mun ekki hefja ímynd sína til vegs og virðingar heldur sýna fram á eigin vitsmunalegu hningnum,“ segir í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum EDU í vikunni. EDU á aðeins einn þingmann á sambandsþinginu en hugmyndir þeirra um íbúakosningar til höfuðs Eurovion njóta stuðnings Fólksflokksins í sumum kantónum og Sambands svissneskra skattgreiðenda. Ungliðahreyfing Fólksflokksins hefur gagnrýnt upphafningu „þriðja kynsins“ og gyðingaandúð í tengslum við keppnina en þess ber að geta að Nemo, listamaðurinn sem flutti sigurlag Sviss, var fyrsti kynsegin einstaklingurinn til að vinna Eurovision. Vali milli borganna verður lokið fyrir ágústlok.
Sviss Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent