Heimir var valinn í mars og fær næstum hundrað milljónir í árslaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2024 15:26 Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag. getty/Seb Daly Írska knattspyrnusambandið ákvað í mars að ráða Heimi Hallgrímsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47
Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51
Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19