Í myndefni á vef Guardian má sjá svartan reyk leggja frá turninum. Miðillinn hefur eftir slökkviliðinu í Rúðuborg að um níutíu mínútur hafi tekið að slökkva eldinn. Eldurinn hafi ekki dreift hratt úr sér vegna þess að turninn sé aðallega byggður úr stáli.
Nicolas Mayer-Rossignol borgarstjóri Rúðuborgar sagði eldsupptök enn ókunn í samtali við BBC. Allt tiltækt slökkvilið hafi verið kallað til.
The historic Rouen Catholic cathedral in France, whose construction dates back to the 12th century, is on fire. The incident comes a few days after the victory of leftist parties in the French elections. pic.twitter.com/tdeLxCgcaC
— Sachin Jose (@Sachinettiyil) July 11, 2024
Framkvæmdir hafa staðið yfir á turninum síðustu misseri og voru verkamenn á svæðinu þeir fyrstu til að koma auga á eldinn. Byggingin var í kjölfarið rýmd.
Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þá er enn ekki hægt að segja til um umfang tjónsins sem eldurinn olli.
Incendie au sommet de la flèche de la cathédrale de #Rouen⚠️
— Préfet de Normandie et de la Seine-Maritime (@Prefet76) July 11, 2024
La cathédrale a été évacuée.
🚒 Les secours sont sur place, un périmètre de sécurité a été établi.
➡️ Merci d'éviter le secteur et de ne pas encombrer les lignes de secours. pic.twitter.com/ZNjBbZ2S86
Fréttin hefur verið uppfærð.