Koeman sakar VAR um að skemma fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:45 Harry Kane lá lengi eftir í grasinu. Ronald Koeman var mjög ósáttur með ákvörðun Felix Zwayer og myndbandsdómaranna. Getty/Richard Pelham Hollendingum fannst á sér brotið þegar þeir töpuðu 2-1 á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gærkvöldi. Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira