„Komin upp í þak“ í verðlagningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 22:15 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, eða SAF. Vísir/Einar Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53
Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21