„Ég fer ekki í búr eins og dýr“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 11:21 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, gefur ekki mikið fyrir áskorun Alexanders Jarls. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann. Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann.
Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04
Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01