Lest hollenska liðsins fór ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 11:01 Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu fengu ekki besta undirbúninginn fyrir Englandsleikinn. Getty/Eric Verhoeven Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira